Kokteilapartý á Nielsen 1. og 2. júlí

Það verður epískt kokteilapartý á Nielsen um helgina!

Ási Mixmaster fær vin sinn Martyn Santos í lið með sér en Martyn nældi sér í titilinn Barþjónn ársins 2022 fyrir stuttu auk þess sem hann starfar á Monkeys, einum flottasta veitingastað höfuðborgarinnar.

Saman ganga þeir Ási og Martyn undir nafninu Cleaver boys en þeir ætla að vera með allskonar stæla um helgina og eru m.a. búnir að flytja þvert yfir landið sérstakan klaka sem þeir höggva út í drykkina.

Ef einhvertíman er tími og staður til að fá sér kokteil – þá er það 1. og 2. júlí á Nielsen!

Borðabókanir fara fram hér