La Primavera Ristorante Pop-up

Dagana 21. og 22.febrúar 2020 fengum við einn elsta veitingastað landsins í heimsókn á Nielsen. Leifur Kolbeinsson, yfirmatreiðslumaður og eigandi ítalska veitingastaðarins La Primavera (sem nú er til húsa í Marshall húsinu á Granda í Reykjavík) mætti með 6 rétta matarupplifun á Nielsen restaurant sem var brot af því besta sem er á boðstólum á  veitingastaðnum sjálfum. Hann tók með sér vínþjóninn Axel Aage Schiöth sem sá um að para ítölsk gæðavín með matseðlinum og fræða matargestina um uppruna þeirra, frameiðsluferli og brögð. La Primavera sérhæfir sig í hágæða ítalskri matargerð þar sem áhersla er lögð á rétti frá svæðum norður Ítalíu í bland við íslenkt hráefni. Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum og munum við án efa endurtaka leikinn áður en langt um líður. Við þökkum þeim Leifi og Axel kærlega fyrir frábæra helgi!

ANTIPASTO

NAUTACARPACCIO MEÐ BALSMIK, RUKOLA OG PARMESAN

PARMASKINKA Á GLÓÐUÐU BRAUÐI MEÐ GEITAOSTASÓSU

PASTA

RAVIOLI FYLLT MEÐ RICOTTA OG EGGJARAUÐU, BORIÐ FRAM MEÐ VILLSVEPPASÓSU

CASARECCIO MEÐ STERKKRYDDAÐRI SKELFISKSÓSU

SECONDO

KÁLFA RIBEYE MILANESE MEÐ FETTUCINE Í STERKKRYDDAÐRI TÓMATSÓSU

DOLCI

LJÚFFENG TIRAMISU

VÍNPÖRUN MEÐ ÍTÖLSKUM VÍNUM

TORRE MORA ETNA ROSATO

NESPOLI PAGADEBIT

MASI CAMPOFIORIN

RICOSSA NIZZA

GIACONDI LAMBRUSCO

FORDRYKKIR

PICCINI PROSECCO

BASIL COLLINS

APERETIVO

LIMONCELLO

GRAPPA