Ferskast frá Austurlandi

Hráefnin okkar

Hráefni

Grænmeti

Við erum svo heppinn að hafa lífrænu grænmetis og byggræktina Móðir jörð í næsta nágrenni, eða í Vallanesi sem er aðeins 17km frá Egilsstöðum. Frá þeim fáum við stóran hluta af grænmetinu okkar eins og bygg, grænkál, gulrætur, rauðrófur, klettasalat, fennel, skjaldfle´tta, graslauk og ýmislegt annað allt eftir því hvað er fáanlegt á þeim tíma. Frá öðrum ræktendum í nágrenni Egilsstaða höfum við m.a. fengið kartöflur, jarðarber og fleira grænmeti.

Hráefni

Fiskur

Aðgangur að ferskum fiski er eins auðveldur og gerist þar sem Egilsstaðir eru auðvitað umkringdir Austfjörðunum þaðan sem mest af okkar ferska fiski kemur. Oft er tíminn frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann er kominn á diskinn hjá okkur innan við 24 tímar!

Við höfum líka verið það heppinn að geta fengið ferskan villtan lax á sumrin frá bændnunum á Kirkjubæ/Ekru sem veiða þar í net í rannsóknarskyni og komast hreinlega ekki yfir allt magnið af fiski sjálfir, svo við njótum góðs af!

Hráefni

Kjöt

Íslenska lambið þarf nú vart að kynna fyrir Íslendingum en auðvitað erum við alltaf með einn rétt á seðlinum þar sem okkar uppáhald er í aðalhlutverki!

Geitakjöt höfum við fengið frá bænum Skeggjastöðum sem er aðeins um 20km frá Egilsstöðum. Kári kokkur fór í smá tilraunastarfsemi með geitakjötið og er búin að útbúa dýrindis geitaskinku sem þú getur smakkað á Gourmet plattanum okkar!

Hráefni

Villibráð

Kári, yfirmatreiðslumaður Nielsen restaurant er mikill veiðimaður og hefur séð veitingastaðnum fyrir mestu af þeirri villibráð sem er hér í boði, t.d. hreindúr, önd og gæs. Veiðimenn af Austurlandi hafa svo lagt sitt af mörkum þegar lagerinn tæmist.

Hráefni

Sótt í náttúruna

Eitt af stærstu áhugamálum Kára yfirmatreiðslumanns er að týna og sækja alskyns villt hráefni út í náttúruna. Kokkarnir okkar fara reglulega út að safna jurtum, sveppum og fleiru sem þeir nota svo í matseldina á Nilelsen. Þetta gerir það að verkum að líklega muntu reka augun í óvanaleg séríslensk hráefni á seðlinum sem þú finnur ekkert endilega á mörgum matseðlum á Íslandisvo sem furunálar, hvönn, rabarbara, birki, villisveppi, blóðberg, fjallagrös og fleira.

Hráefni

Geymsluaðferðir

Þegar unnið er með staðbundið íslenskt hráefni hefur stutta og kalda íslenska sumarið mikil áhrif á það hvað er í boði og fáanlegt hverju sinni. Nú til dags getum við geymt vörurnar okkar í kælum svo þær endist lengur og auðvitað keypt erlent hráefni allt árið um kring. Áður fyrr var þetta þó stór áskorun, þ.e. að láta allt það hráefni sem var uppskorið að sumri og hausti endast allan veturinn þar til ný og fersk afurð var fáanleg aftur. Notast var við alskyns geymsluaðferðir svo sem að þurrka, reykja, salta, súrsa og gerja til að láta hráefnið endast út veturinn.

Þegar við lögðum af stað með hugmyndina að matseðlinum á Nielsen, að nota einungis íslenskt hráefni og þá helst hráefni af Austurlandi, sem oft eru einungis fáanleg hluta úr ári, komu þessar gömlu geymsluaðferðir sér einkar vel. Þær gera kokkunum okkar meðal annars kleift að bjóða íslensk jarðarber allt árið um kring, sem vanalega eru bara fáanleg yfir hásumarið. Berin eru þurrkuð og mulin í duft og síðan stráð yfir mjólkurís. Svona er hægt að geyma þau allan veturinn og bragðið helst alveg ótrúlega ferkst! Kokkarnir þurrka líka kjöt, reykja kartöflur, pikkla rabarbara og hvönn og gera allskyns tilraunir með hráefni og geymsluaðferðir og nota svo þær sem heppnast best á matseðilinn okkar.