Síðasti dagur sumarmatseðla

Kæru viðskiptavinir
 
Nú fer hver að verða síðastur að smakka á okkar dásamlega sumarseðili en síðasta kvöld sumaropnunar er laugardaginn 24. september nk.
 
Þá ætlum við að taka okkur smá frí eftir sumartörnina en mætum aftur endurnærð og full af nýjum hugmyndum mánudaginn 10. október.
 
Frá og með 10. október verður vetraropnun á Nielsen.
Opið verður í hádeginu á virkum dögum og munum við bjóða uppá fjöldbreyttan hádegisseðil.
 
Mán – Fös: opið 11:30 – 14:00
 
Hlökkum til að sjá ykkur á Nielsen.