Sumac Grill + Drinks pop-up viðburður á Nielsen Restaurant

Dagana 25. og 26.október 2019 fengum við fyrsta gestakokkinn til okkar en það var hann Þráinn Freyr Vigfússon, yfirmatreiðslumaður og einn eiganda Zumac Grill + Drinks í Reykjavík. Þráinn setti upp í samvinnu við Nielsen restaurant 6 rétta matseðil sem var brot af því besta sem í boði er á Zumac. Seðilinn var, rétt eins og veitingastaðurinn Zumac, innblásinn af norður afrískri og líbanskri matargerð og var því sannarlega framandi ferðalag fyrir bragðlaukana. Nielsen restaurant var þétt setin bæði kvöldin og pop-up gestir hinir ánægðustu. Við þökkum Þránni kærlega fyrir komuna!

,,Meze,,

Grillað flatbrauð za‘tar
Hummus
Grill-paprikukrem

Risa rækja
Hvítaukur + jalapeno + stökkt brauð

Stökkar falafel
Kryddjurtakrem

Bakað blómkál
Granatepli + möndlur + tahini jógúrtsósa

Shwarma kjúklingalæri
Döðlur + serrano eldpipar + sumac laukur

Döðlukaka
Engifer karamella + vanillu ís