Thai take away dagar

Í apríl þurftum við að hugsa út fyrir boxið! Vegna COVID-19 neyddumst við til að loka staðnum tímabundið. Okkur langaði að bjóða Egilsstaðabúum og Austfirðingum upp á eitthvað sem ekki væri alla jafna í boði í matarflórunni á Egilsstöðum til að brjóta upp annars gráan hversdag.

Það sem eigendurnir, Sólveig og Kári, söknuðu mest úr take away flórunni í Reykjavík var tælenskur matur og því varð fyrir valinu að elda tælenskt.

Viðtökurnar fóru langt fram úr björtustu vonum og var greinilegt að Egilsstaðabúar voru mjög spenntir fyrir uppátækinu.

Dagana 7.-9.apríl var boðið upp á take away og heimsendingar á rauðu kókoskarrý með kjúkling, nautakjöti í ostrusósu og djúpsteiktum rækjum með súrsætri sósu.

Við endurtókum svo leikinn 24.-26.apríl og þá var hægt að sækja og fá sent grænt karrý með kjúkling, nautakjöt í „spæsí“ tælenskri marineringu og djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu.

Við vorum gríðarlega ánægð með móttökurnar og hvernig til tókst. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessu með okkur og studdu við bakið á okkur á þessum óvissu tímum…hver veit nema við hendum í aðra take away helgi í framtíðinni.