Ferskast frá Austurlandi

NIELSEN RESTAURANT

BRÚT á landi 

Pop- up á Nielsen 6.-7.október

Um Nielsen Restaurant

Sagan okkar

Nielsen veitingahús er staðsett í hjarta Egilsstaða í elsta húsi bæjarins. Húsið var byggt af dananum Oswald Nielsen árið 1944 og er því af heimamönnum oftast kallað Nielsenshús. 

Núverandi eigendur Nielsen eru þau Sólveig og Kári. Sólveig er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Kári státar af yfir 20 ára reynslu í matreiðslu og er m.a. fyrrum yfirkokkur á hinum margrómaða veitingastað Dill sem var sá fyrsti á Íslandi til þess að hljóta Michelin stjörnu.

Þau fluttu úr skarkala borgarinnar í byrjun ársins 2019 í sveitasæluna fyrir austan. Á Nielsen bjóða þau gestum sínum uppá alíslenska en þó framandi matarupplifun.

Staðurinn tekur rétt tæplega 40 manns í sæti en einnig er hægt að sitja á fallegri veröndinni þegar veður leyfir.

Aðaláhersla er lögð á að nýta hráefni úr Héraði og nágrenni og mun matseðillinn breytast ört í takt við árstíðir og framboð hráefnis.

Kári og Sólveig hafa bæði drífandi ástríðu fyrir matargerð og njóta sín best í samveru vina og fjölskyldu yfir góðum mat og drykk. Á Nielsen  reyna þau eftir fremsta megni að deila þessari ástríðu sinni með matargestum.

Fersk

Hráefni

Ein af ástæðum þess að Kári og Sólveig ákváðu að flytja austur á Egilsstaði og opna veitingastað var það frábært aðgengi að hágæða staðbundu hráefni sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferskur fiskur, lífrænt grænmeti, allskonar villibráð og meira að segja wasabi sem er ræktað rétt hinu megin við fljótið! Matseðillinn er svo hannaður með þetta hráefni í aðalhlutverki, og tekur mið af árstíðabundnumframboði sem gerir það að verkum að seðillinn breytist ört í takt við það…þú skalt því ekki láta þér bregða ef matseðillin hefur gjörbreyst frá því þú borðaðir á Nielsen síðast.

Góðar

Umsagnir

Frábær staður

Ég fékk mér fisk dagsins. Hann var vel eldaður og meðlætið passuði fullkomlega. Fékk mér svo Skyr eftirréttinn, hann var sætur og súr og mjög bragðmikill. Þjónustan er mjög vinaleg og fljótleg. Mæli með þessum veitingastað!

Verður að prófa!

Uppáhalds íslenski veitingastaðurinn minn! Upplifðu allt það besta sem Austurland hefur uppá að bjóða. Frábær, persónuleg þjónustu og maturinn er svo góður að þú tímir varla að klára hann.

Frammúrskarandi matur og þjónusta.

Upplifun okkar á Nielsen Restaurant á Egilsstöðum var frábær! Maturinn virkilega góður og þjónustan frábært, í þæginlegu umhverfi. Takk kærlega fyrir okkur og sjáumst aftur sem fyrst!

Besti hádegisverður á landinu.

Fór í hádeinnu og fékk æðislegan mat. Ís og saltkaramellu súkkulaðið í eftirrétt toppaði svo frábæra máltíð. Verðið í hádeginu er sanngjarnt og þú færð varla meiri gæði fyrir peninginn.

Æðislegt!

Þetta var æðislegt! Það þurfa allir að prófa þennan stað. Við fórum í fjögurra rétta seðilinn, kláruðum allt og myndum ekki hika við að panta hann aftur.

Það eru svo margir flottir veitingastaðir á Íslandi, en Nielsen kom okkur skemmtilega á óvart. Við bjuggumst ekki við svona fínum stað, með bragðgóðum mat og í svo afslappuðu umhverfi. Þetta var besta máltíðin sem við fengum á landinu. Ef við hefðum verið deginum lengur, þá hefðum við komið aftur.

Frábær kvöldmatur – þæginlegt umhverfi.

Staðurinn er staðsettur í mjög fallegu gömlu húsi, með litlum, eins blaðsíðna matseðli. Fyrsta kvöldið fengum við okkur þriggja rétta matseðil með villtum laxi í forrétt og lambakjöti í aðalrétt og ís súkkulaði / karamellu eftirrétt. Bæði spænska og franska rauðvínið sem við drukkum með voru mjög góð. Við komum aftur næsta kvöld og fengum okkur sama forrétt en fisk dagsins í aðalrétt og fengum fallega framsettan og bragðgóðan þorsk.

 

Verið velkomin

Opnunartímar

Lokað tímabundið

Sendu okkur línu

Hafðu samband

Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir, Ísland

+354 471 2001

info@nielsenrestaurant.is

Staðsetning

Við erum staðsett á Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir.