Jólasmurbrauð

Jólavertíðin á Nielsen hófst með hvelli þegar hin landsfræga smurbrauðsdrottning Marentza Poulsen kom til okkar helgina 22.-23.nóvember. Marentza setti upp í samvinnu við Nielsen restaurant glæsilegan jólasmurbrauðsseðil á danska vísu sem var svo fáanlegur alveg fram að jólum. Á seðlinum mátti finna klassískt danskt smurbrauð í bland við síld, snapsa, jólabjór og ljúffenga eftirrétti. Fyrsta helgin var þétt setin og Marentza stýrði eldhúsinu eins og henni einni er lagið, kenndi kokkunum okkar handtökin sem héldu svo matseðlinum gangandi alla aðventuna. Við vorum svo ánægð með útkomuna og viðtökurnar að jólasmurbrauðið mun vera fastur liður á aðventunni næstu árin.

Við þökkum Marentzu kærlega fyrir komuna!

Smurbrauðssagan

Hefðin fyrir smurbrauði kemur frá Skandinavíu en er hvað sterkust í Danmörku. Þar er smurbrauð borðað jafnt sem hversdagsmatur og til hátíðabrigða. Saga smurbrauðsins nær langt aftur í aldir og var til að byrja með yfirleitt nesti verkamanna sem smurðu sér brauðbita sem þeir toppuðu svo með matarafgöngum frá kvöldinu áður. Smurbrauðið hefur þróast þónokkuð síðan þá og er nú talið herramanns matur þar sem notast er við úrvals hráefni. Ýmsar útgáfur af smurbrauðinu hafa litið dagsins ljós og er útlit smurbrauðsins ekki síður mikilvægur hluti af heildaupplifuninni. Samkvæmt fróðasta smurbrauðsfólki á smurbrauð að vera topphlaðið, þannig að lítið sem ekkert sjáist í sjálft brauðið og álegginu fallega raðað á sneiðina. Einnig er mælt sterklega með köldum bjór, ákavíti eða snapsi til að setja punktinn yfir i-ið.

Síld

Appelsínusíld, Gammel dansk-síld & Steikt síld

Allir síldarréttir eru bornir fram með rúgbrauði, smjöri, eggi og lauk. Við mælum með að dreypt sé á góðum snapps með síldinni.

Smáréttaplatti (fyrir 2)

Grafin gæs, hreindýratartar, reyktur lax, grafinn lax, lifrarkæfa frú Poulsen, tvíreykt hangikjöt & svínasulta Oswald Nielsen, piparrótarsalat, títtuberja sulta, pikkluð sinnepsfræ

Smurbrauð

Öll smurbrauðin eru í boði í heilu og hálfu, við mælum með 2-3 (heilum) á mann til að fylla svanga maga! Smurbrauðið er borið fram á rúgbrauði eftir uppskrift frá Ágústi Einþórssyni bakara, nema annað sé tekið fram.

Lúxusrækjur
-egg, sítróna, steinselja (hvítt brauð)

Reyktar kartöflur
-kjúklingasalat, beikon, steinselja

Roast beef
-egg, steiktur laukur, remúlaði, súrar gúrkur

Reyktur lax
-eggjahræra, grásleppuhrogn, dillmajónes

Hreindýratartar
-eggjakrem, rauðlaukur, wasabi

Geitaostur
-beikon, furuhnetur, mysukaramella

Rauðspretta Kára
-brúnað smjör, remúlaði, steinselja, rabarbari

Lifrarkæfa frú Poulsen
-sveppir, beikon, pikklaðar gúrkur

Purusteik
-rauðkál, súrar gúrkur, steinselja

Reykt andabringa
-piparrótarsalat, epli, kryddjurtir

Eftirréttir

Ris á l‘amande með karamellu og kirsuberjum

Æbleskiver með súkkulaðisaltkaramellu og flórsykri